NTC

KA með sigur á Þrótti

 

Gott gengi KA heldur áfram en liðið sigraði Þrótt í Laugarshöllinni í gærkvöldi í 5. umferð Grill 66 deildar karla í handbolta. Áki Egilsnes kom aftur inn í lið KA og var markahæsti maður liðsins með 8 mörk. Áki hafði misst af síðustu 3 leikjum af sökum meiðsla.

KA liðið situr því á toppi Grill 66 deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Í gær var greint frá því að liðinu var dæmdur 10-0 sigur í granna slagnum gegn Akureyri. Í ljós kom að Akureyri tefldi fram ólöglegum leikmanni í leiknum sem endaði upprunalega með jafntefli.

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Stjörnunni U i KA heimilinu laugardaginn 4. nóvember klukkan 15:45.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó