KA með öruggan sigur á Hvíta Riddaranum

Mynd tekin af KA.is

Í kvöld áttust við KA og Hvíti Riddarinn í Grill 66 deild karla í handbolta. Fyrir leik kvöldsins í KA heimilnu voru KA menn í öðru sæti deildarinnar með 22 stig en liðsmenn Hvíta Riddarans stigalausir á botninum.

Leikurinn náði aldrei að verða spennandi en yfirburðir KA voru töluverðir, allt frá fyrstu mínútu. Staðan í hálfleik var 16-8 og lokatölur 33-16.

Áki Egilsnes og Sigþór Gunnar Jónsson skoruðu 9 mörk hvor fyrir KA en hjá Hvíta Riddaranum var markmaðurinn Davíð Svansson með 6 mörk og sömuleiðis Agnar Rúnarsson

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó