KA menn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þrefalda meistara ÍBV í Vestmannaeyjum í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Bæði lið voru með sex stig fyrir leikinn og því mikið í húfi.
KA menn byrjuðu leikinn frábærla og leiddu í hálfleik með 17 mörkum gegn 11. Eyjamenn mættu sterkari í seinni hálfleikinn og lokamínútur leiksins voru gífurlega spennandi. KA menn náðu þó að halda út og klára leikinn með 32 mörkum gegn 30.
Ítarlega umfjöllun um leikinn má finna á heimasíðu KA með því að smella hér. Þar segir meðal annars:
„Í raun voru allir leikmenn KA gjörsamlega frábærir og skiluðu sínu. Strákarnir hafa sýnt geggjaðan leik í öllum leikjum vetrarins nema einum og sýna það enn og aftur að þeir eiga fullt erindi í deild þeirra bestu.“
Næsti leikur KA er heimaleikur gegn Val næsta mánudag.
UMMÆLI