Dregið var í 32-liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta í dag í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal. Pepsi-deildar liðin koma inn í keppnina á þessu stigi en Þórsarar tryggðu sér farseðilinn í 32-liða úrslitin með sigri á Tindastól á dögunum.
Bæði Akureyrarliðin fá heimaleiki en KA dróst gegn Inkasso-deildarliði ÍR og Þórsarar munu fá 3.deildarlið Ægis frá Þorlákshöfn í heimsókn á Þórsvöll.
2.deildarlið Magna frá Grenivík dróst á móti Pepsi-deildarliði Fjölnis og fer leikurinn fram á Grenivíkurvelli. Völsungur þarf að sækja Pepsi-deildarlið Grindavíkur heim.
Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 16-18. maí næstkomandi en leikdagar verða staðfestir síðar í dag.
UMMÆLI