KA tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslit Lengjubikars karla eftir að hafa lagt Selfoss. Selfyssingar komust yfir í leiknum þegar Alfi Conteh Lacalle skoraði úr vítaspyrnu.
Almarr Ormarsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Daníel Hafsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson sáu þó til þess að heimamenn eru á leið í undanúrslit keppninnar. Í undanúrslitaleiknum mæta þeir ÍA eða Grindavík, en þau lið mætast í kvöld í Akraneshöllinni.
UMMÆLI