NTC

KA kjöldró Leikni í Boganum

Áki Sölvason skoraði eitt mark

Áki Sölvason skoraði eitt mark

Fyrsta leik ársins í Kjarnafæðimótinu er nú lokið. Heimamenn í KA tóku á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði og skemmst er frá því að segja að KA menn löbbuðu yfir gestina að austan.

Það tók KA menn 20 mínútur að komast yfir en þá skoraði Hrannar Björn Steingrímsson, laglegt mark. Elfar Árni Aðalsteinsson bætti svo við marki rúmum 10 mínútum síðar áður en Ívar Örn Árnason kom KA í 3-0 rétt fyrir hálfleik.

Gestirnir komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og minkuðu muninn í 3-1 með marki frá Almari Daða Jónssyni í upphafi seinni hálfleiks. Þá er eins og KA menn hafi ákveðið að loka þessum leik því fimm gul mörk litu dagsins ljós áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 8-1

Mörk KA manna í seinni hálfleik skoruðu þeir Almarr Ormarsson, Pétur Heiðar Kristjánsson, Frosti Brynjólfsson, Ólafur Aron Pétursson og Áki Sölvason.

Sambíó

UMMÆLI