KA Kjarnafæðismeistari sjöunda árið í röð

KA Kjarnafæðismeistari sjöunda árið í röð

Knattspyrnulið KA tryggði sér í gær sigur á Kjarnafæðismótinu eftir sigur gegn nágrönnunum í Þór í vítaspyrnukeppni.

Þórsarar leiddu leikinn 2-0 í hálfleik en KA menn sýndu karakter í seinni hálfleiknum og jöfnuðu í 2-2. Bjarni Aðalsteinsson og Daníel Hafsteinsson sáu um að jafna leikinn áður en flautað var til leiksloka.

Þar sem liðin skildu jöfn þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara. KA vann vítakeppnina, 4-3, og er því meistari sjöunda árið í röð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó