KA Íslandsmeistari þriðja árið í röð

KA Íslandsmeistari þriðja árið í röð

KA er Íslandsmeistari í blaki kvenna þriðja árið í röð eftir stórkostlegan 2-3 endurkomusigur á liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Um var að ræða fjórða leik liðanna. KA leiddi einvígið 2-1 fyrir viðureignina en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Þetta kemur fram á vef KA.

Þetta er í fjórða skiptið sem KA vinnur Íslandsmeistaratitilinn en liðið vann þar að auki Deildarmeistaratitilinn í vetur.

Nánar má lesa um afrekið á vef KA með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó