KA strákar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki karla í fótbolta í dag. KA sigruðu Stjörnuna í úrslitaleik á Greifavellinum í dag 3-2.
Það var fjöldi áhorfenda á Greifavellinum sem sá KA vinna Stjörnuna en auk þess sýndi KA TV beint frá leiknum. Útsendinguna má nálgast með því að smella hér.
Stjörnumenn komust yfir í leiknum en KA menn jöfnuðu strax í næstu sókn eftir mark Stjörnunnar. Staðan í hálfleik var 1-1.
Í upphafi seinni hálfleiks komust KA menn svo yfir í leiknum, 2-1. Stjörnumenn jöfnuðu leikinn aftur þegar klukkutími var liðinn en KA menn tryggðu sér sigurinn með marki úr vítaspyrnu skömmu síðar. Þetta var fyrsti tapleikur Stjörnumanna í allt sumar.
Dagbjartur Búi Davíðsson, Elvar Máni Guðmundsson og Magnús Dagur Jónatansson skoruðu mörkin fyrir KA.
Frábær árangur hjá þessum ungu drengjum og framtíðin svo sannarlega björt hjá KA.
UMMÆLI