KA í undanúrslit – Hallgrímur skoraði sitt 100. mark

KA í undanúrslit – Hallgrímur skoraði sitt 100. mark

KA tók á móti Fram í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í fótbolta á KA-vellinum á Akureyri á fimmtudaginn og vann öruggan 3-0 sigur.

Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk KA í leiknum og Hallgrímur Mar Steingrímsson innsiglaði sigurinn með þriðja markinu undir lok leiksins.

NTC netdagar

Þetta var 100. mark Hallgríms í KA treyjunni en hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Magnað afrek.

KA mun mæta Val á heimavelli í undanúrslitum keppninnar en þetta er þriðja árið í röð sem að KA menn komast í undanúrslit.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó