KA gerði jafntefli við FH og Magni sigraði Selfossmynd: vísir.is

KA gerði jafntefli við FH og Magni sigraði Selfoss

KA gerði jafntefli við FH á Greifavellinum í Pepsi deild karla í kvöld.

Staðan í hálfleik var 0-0 en FH-ingar líklegri.
KA skoraði þó fyrsta mark leiksins á 65. mínútu þegar Callum Williams skallaði boltann inn eftir hornspyrnu frá Hallgrími Mar.

KA færðist aftar á völlinn eftir markið og sóttu FH-ingar meira. Þrátt fyrir góða vörn hjá KA mönnum tókst FH að jafn leikinn á síðustu sekúndum leiksins þegar Brandur Olsen skoraði með góðu skoti í hægra hornið.

Lokastaðan á Greifavellinum í kvöld 1-1

Staðan í Pepsi deildinni:

 

Gunnar Örvar skoraði 2 í kvöld fyrir Magna. Mynd: magnigrenivik.is

Magni sigraði á Grenivík

Magni sigraði Selfoss á Grenivík í kvöld í botnslag Inkasso deildarinnar.

Gunnar Örvar Stefánsson kom Magna yfir á 44. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik fyrir heimamenn.

Kristinn Þór Rósbergsson kom Magna svo í 2-0 á 70. mínútu, Aron Ýmir Pétursson minnkaði muninn fyrir Selfoss aðeins tveimur mínútum síðar.
Lengra komust þó Selfyssingar ekki því Gunnars Örvar var aftur á ferðinni á 87. mín og lokastaðan 3-1 fyrir Magna í gríðarlega mikilvægum leik um áframhaldandi sæti í deildinni.

Staðan í Inkasso deildinni:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó