KA gerði jafntefli við bikarmeistarana

KA gerði jafntefli við bikarmeistarana

KA heimsóttu bikarmeistarana í Stjörnunni heim í Pepsi deildinni nú í kvöld.

KA komst yfir í leiknum en Daníel Hafsteinsson átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar beint á Elfar Árna sem kláraði frábærlega framhjá Haraldi í marki Stjörnunnar á 62. mínútu.

Stjörnunni tókst að jafna leikinn á 79. mínútu þegar Sölvi Snær skoraði með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Alex Þór.

Stjarnan sótti hart að KA en tókst ekki að skora annað mark og niðurstaðan því 1-1 jafntefli í Garðarbænum í kvöld.

Staðan í deildinni þegar tveir leikir eru eftir:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó