KA fær mikinn liðsstyrk í blakinu

Mynd: KA

Blak­deild KA hef­ur fengið góðan liðsstyrk fyr­ir næstu leiktíð bæði í karla- og kvenna­flokki. Í tilkynningu á heimasíðu KA kemur fram að Miguel Mateo sé genginn í raðir liðsins frá Þrótti Neskaupstað. Miguel var stigahæsti leikmaður Mizuno-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Miguel mun spila fyrir karlalið KA en hann mun auk þess taka að sér þjálfun hjá kvennaliðinu. Kvennaliðinu barst einnig góður liðsstyrkur en Paula del Olmo Gomez gengur til liðs við liðið einnig frá Þrótti Nes. Paula var þriðji stigahæsti leikmaður Mizuno deildarinnar á nýliðnu tímabili og ljóst að hún mun styrkja liðið mjög.

Paula del Olmo fór fyr­ir liði Þrótt­ar Nes. í vet­ur þegar liðið hampaði öll­um titl­um vetr­ar­ins og er ljóst að koma henn­ar til liðsins er gríðarleg­ur styrk­ur fyr­ir KA-liðið.

Migu­el Mateo er Spán­verji og verður 29 ára á ár­inu en hann hef­ur und­an­far­in ár leikið gríðarlega vel á Spáni og varð hann stiga­hæsti leikmaður Spænsku deild­ar­inn­ar 2014-2015 og 2012-2013. 2015-2016 var hann næst­stiga­hæst­ur en hann var einnig í kring­um topp­inn 2016-2017 og 2013-2014.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó