Knattspyrnudeild KA hefur fengið leikmanninn Jibril Abubakar á láni frá danska úrvalsdeildarliðinu FC Mydtjylland. Abubakar mun leika með KA í Pepsi deildinni og bikarkeppnum út ágúst mánuð á þessu ári.
Abubakar er tvítugur sóknarmaður sem hefur vakið athygli stórliða víða um heim eftir frammistöðu sína með U19 ára liði Mydtjylland í Evrópukeppni síðasta tímabil.
Á heimasíðu KA segir að samningurinn sé hluti af samstarfi KA og Midtjylland sem hefur verið komið á undanfarin ár. Ungir og efnilegir drengir frá KA hafa farið til reynslu til Midtjylland og nú er koma Jibrils liður í þessu spennandi samstarfi félaganna.
„Það verður áhugavert að sjá hvernig þessi spennandi leikmaður aðlagast KA-liðinu og íslenska boltanum en Jibril er mættur norður og verður vonandi kominn með leikheimild sem fyrst. Við bjóðum hann velkominn í KA,“ segir á vef KA.
UMMÆLI