KA endurheimti toppsætið

Áki Egilsnes

KA menn eru komnir aftur í toppsæti Grill 66 deildarinnar í handbolta eftir öruggan sigur gegn Mílunni í KA-heimilinu á Akureyri í gær.

Sigur KA var aldrei í hættu en leiknum lauk með stórsigri 31-12. Áki Egilsnes skoraði átta mörk fyrir KA menn og Andri Snær Stefánsson gerði sex.

KA fara því upp fyrir Akureyri í 1. sæti deildarinnar. Akureyri eru í 2. sæti einu stigi á eftir KA-mönnum. Það er því hörkuspenna á toppi deildarinnar milli Akureyrarliðanna tveggja sem ætla sé bæði upp í Olís deildina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó