NTC

KÁ-AKÁ kemur fram á Rímnaflæði

KÁ-AKÁ

KÁ-AKÁ

Í kvöld mun Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, standa fyrir Rímnaflæði Rappkeppni félagsmiðstöðvanna þar sem unglingamenningin fær að blómstra. Þetta er í 17. sinn sem Rímnaflæði verður haldið og verða 12 atriði sem taka þátt, þar af 11 stúlkur og 13 strákar.

Rappkeppnin fer fram í Fellaskóla í Breiðholti í kvöld kl 19:30-22:00. Mikil gróska hefur verið í íslenska rappheiminum og sést það vel í þáttöku keppninnar. Uppselt er á viðburðinn og færri komast að en vilja. Hann verður þó sýndur í beinni útsendingu hér.

Stærsta nafn Akureyrar í rappheiminum KÁ-AKÁ mun koma fram á viðburðinum. Einnig munu stíga á svið GKR og fyrrverandi sigurvegarar keppninnar.

Sjá einnig: KÁ-AKÁ og Úlfur Úlfur gefa út nýtt lag

Í dómnefndinni eru sérfræðingarnir Sölvi Blöndal, Árna Matthíasson og Sigga Ey.

Hér er hægt að sjá Gylfa Örvarsson flytja sigurlagið á Rímnaflæði 2015.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó