KÁ-AKÁ sendir frá sér sturlað lag með Bent – Myndband

KÁ-AKÁ sendir frá sér sturlað lag með Bent – Myndband

Norðlenski rapparinn KÁ-AKÁ sem hefur verið að gera allt vitlaust undanfarin misseri var rétt í þessu að senda frá sér nýtt lag og myndband. Verkið er að sjálfsögðu frumflutt á Kaffinu.

Lagið heitir Yuri og KÁ-AKÁ fékk engan annan en Rottweilerhundinn Bent með sér í lið. Framleiðandi lagsins er Björn Valur.

Laginu fylgir frábært myndband sem tekið er upp á Akureyri en það eru Bent og Halli Thorlacius sem framleiða myndbandið. Einar Eyland sá um upptöku.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó