Framsókn

KÁ/AKÁ sendir frá sér nýja plötu: „Þykir mjög vænt um þessa plötu“

KÁ/AKÁ sendir frá sér nýja plötu: „Þykir mjög vænt um þessa plötu“

Akureyringurinn Halldór Kristinn Harðarsson eða KÁ/AKÁ, sendi frá sér nýja plötu á miðnætti. Platan er unnin með Helga Sæmundi úr Úlfur Úlfur og Birni Val. Halldór segir að þegar hann hafi byrjað á plötunni í desember á síðasta ári hafi hann hugsað um það hvort hann ætti að hætta í tónlist.

Sjá einnig: KÁ/AKÁ gefur út Þórslag

Halldór segir að hann hafi ákveðið að kýla á þetta og hafa gaman af þessu, gera eitthvað sem hann myndi ekki taka of alvarlega og hafa gaman.

„Ég var kominn með svona nett ógeð og það var einhver dofi í manni, en ég hugsaði að ég myndi keyra á þetta og bara hafa gaman af þessu, það var svona meginmarkmiðið. Það held ég bara tókst og mér þykir mjög vænt um þessa plötu,“ segir hann.

Hann lýsir plötunni sem danstónlist með rappívafi. Helgi Sæmundur og Björn Valur eiga sem fyrr segir sinn þátt í lögum plötunnar en einnig þýski plötusnúðurinn Klaas.

Hér að neðan er hægt að hlusta á plötuna Húsvörðurinn

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó