Halldór Kristinn, athafnamaður og tónlistarmaður með meiru, hefur gefið út nýtt lag undir listamannanafni sínu KÁ-AKÁ. Lagið heitir „Réttu megin við ánna“ og í því segist hann meðal annars vera þakklátur fyrir að búa að hans mati réttu megin við Gleránna, þ.e.a.s. að búa í þorpinu. Hlustið á lagið hér fyrir neðan.
Dóri hefur verið grjótharður Þórsari allt frá blautu barnsbeini og er þetta ekki fyrsta og án efa ekki síðasta lagið sem hann gefur út til heiðurs klúbbsins. Önnur Þórsaralög Dóra eru t.d. lögin „Þorpið mitt“ og „Hamarinn.“
Undanfarið hefur Halldór ekki látið það duga að vera sérstakur rappari klúbbsins, en hann spilaði með karlaliði Þórs í handbolta í vetur. Síðasti leikur Þórs á tímabilinu endaði með svekkjandi eins marks tapi gegn Fjölni á heimavelli þeirra í Grafarvoginum í gærkvöldi og tókst Þórsurum því miður ekki að tryggja sér sæti í Olísdeildinni líkt og þeir höfðu ætlað sér (Sjá meira hér).
UMMÆLI