Tónlistarmaðurinn KÁ/AKÁ sendi frá sér lagið Flokka flokka í gær. Lagið er lag Nýtnivikunnar á Akureyri árið 2020.
KÁ/AKÁ, eða Halldór Kristinn Harðarson, sá um textasmíð og framleiðslu á laginu. Þóroddur Ingvarsson sá um hljóðblöndun en lagið sjálft er eftir Helga Sæmund. Axel Þórhallsson sá svo um myndatöku við myndbandsgerð.