NTC

KA áfram í bikarnum eftir sigur gegn ÞórKA menn fagna sigrinum. Mynd: KA.is

KA áfram í bikarnum eftir sigur gegn Þór

Þór og KA mættust í Coca Cola bikarnum í Höllinni í kvöld. Liðin mættust síðast í bikarkeppninni árið 1998 og var því mikil eftirvænting hjá liðunum fyrir leikinn í kvöld.
Þórsarar byrjuðu leikinn betur og leiddu 6-3 eftir fyrstu 10. mínútur leiksins. En KA menn náðu að jafna leikinn fljótt og var staðan í hálfleik 14-13 fyrir Þór.

KA byrjaði síðari hálfleikinn af betur eftir að hafa skipt um kerfi í vörninni og komust yfir eftir um það bil 10. mínútna leik í síðari hálfleiknum. KA héldu forystunni út leikinn og unnu að lokum þriggja marka sigur 23-26. KA er því komið áfram í 16-liða úrslit Coca Cola bikarsins.

Ihor Kopyshynskyi var markahæstur í liðið Þórs með níu mörk og Karolis Stropus gerði 8 mörk.

Hjá KA voru Áki Egilsnes og Árni Bragi Eyjólfsson með sjö mörk hvor.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó