NTC

KA áfram í Coca Cola bikarnum

KA menn unnu nú rétt í þessu góðan sigur á Mílunni frá Selfossi í 32-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta. Leikurinn endaði 21-25 fyrir KA og eru þeir því komnir áfram og verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Coca Cola bikarsins.

KA menn voru með talsverða yfirburði mest allan leikinn en Mílumenn minnkuðu þó muninn niður í eitt mark þegar skammt lifði leiks. Þeir komust þó ekki lengra og KA menn sigldu heim góðum sigri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó