Júlía Rós Viðarsdóttir úr Skautafélagi Akureyrar lauk keppni á Junior Grand Prix 1 nú á föstudaginn og bætti þar besta árangur Íslendinga frá upphafi.
Junior Grand Prix 1 er alþjóðleg keppni á listskautum fyrir táninga í afreksflokki. Keppnin fer fram í Courchevel í Frakklandi og skiptist í tvo hluta; stutt prógramm og frjálst prógramm. Eftir bæði prógrömm fékk Júlía Rós 111,54 stig og endaði í 16. sæti, sem er besti árangur íslensks skautara á Junior Grand Prix. Fyrra met átti Aldís Kara Bergsdóttir sem fékk 106,43 stig á Junior Grand Prix árið 2019.
Ævintýri Júlíu er þó ekki á enda en næstu daga mun hún safna kröftum þar sem hún keppir aftur fyrir Íslands hönd á Junior Grand Prix 2 í Courchevel dagana 26. og 27. ágúst.
Hægt er að fylgjast með öllu ævintýrinu á Facebooksíðu Júlíu Rósar með því að smella hér.
Sjáðu atriði Júlíu Rósar á Junior Grand Prix 1 í spilaranum hér að neðan
UMMÆLI