Næstkomandi laugardag fara þriðju tónleikarnir í Útitónleikaseríu LYST í Lystigarðinum fram þegar Júlí Heiðar mun troða upp ásamt hljómsveit.
Tónleikar Júlí Heiðars byrja klukkan 17 en Svavar Knútur mun hita upp fyrir tónleikana og því tilvalið að mæta snemma í garðinn og koma sér vel fyrir.
Góð steming hefur verið í Lystigarðinum í sumar á útitónleikum LYST. Hljómsveitin Lón, með Valdimar í fararbroddi og Una Torfadóttir hafa troðið upp á fyrri tónleikum sumarsins.
Tónleikarnir frá fram í garðskálanum við túnið í Lystigarðinum. En allur ágóði af tónleikunum rennur til Lystigarðsins. Miðaverð er 3.500kr og fer miðasala fram á LYST.is en einnig verður posi á staðnum.
Lokatónleikar útitónleikaseríunnar fara svo fram 7. september næstkomandi þegar enginn annar en KK mætir á svæðið.
Við hvetjum alla til að nýta sér tækifærið að sjá flott tónlistafólk og styrkja Lystigarðinn á sama tíma.
UMMÆLI