Aðalstjórn KA hefur náð samkomulagi við stjórn júdódeildar Draupnis um að hefja aftur æfingar í júdó undir merkjum KA. 40 ár eru frá því að júdódeild KA var stofnuð. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu KA.
,,Það eru miklar gleðifréttir að júdó verið aftur starfrækt undir merkjum KA. Margir framúrskarandi og frábærir íþróttamenn hafa í gegnum tíðina keppt í júdó undir merkjum KA, bæði hér innanlands, sem og á stórmótum erlendis.“ segir í tilkynningunni.
Iðkendur Draupnis munu ganga í júdódeild KA og hefjast æfingar í Laugargötu á næstu dögum. Stefnt er að því að mót deildarinnar verði haldin í KA-heimilinu.
Aukaaðalfundur júdódeildar KA verður haldinn mánudaginn 28. ágúst kl 20.00 í fundarsal í KA-heimilinu.
UMMÆLI