Joris Rademaker sýnir í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit

Joris Rademaker sýnir í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit

Myndlistamaðurinn Joris Rademaker opnar sýningu sína „Sól og tími“ í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit næstkomandi lagardag og opnar sýningin kl. 14.

Joris sem hefur um árabil verið einn atkvæðamesti myndlistamaður á Akureyri segir um list sína: „Síðustu ár hef ég notað lífræn efni í minni listsköpun eins og karftöflur, hvönn, fjaðrir, hnetur og birkigreinar, með því geri ég tengsl manna og náttúrunnar sýnileg. Í því fallega umhverfi sem Einkasafnið býður upp á með lækinn og birkiskóg, ætla ég að sýna tvö hringlótt verk – eitt úti og annað inni.“ Á opnuninni verður einnig gjörningur með þátttöku áhorfenda, í kringum lækinn.

Joris Rademaker (f.1958) stundaði kennaranám (1977-83) og myndlistarnám (1983-86). Hann flutti til Íslands 1991 og hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi, í Hollandi, og í Þýskalandi. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga m.a. sýningunni Takmarkanir í Listasafninu á Akureyri í sumar.

Sýningin í Einkasafninu verður opin almenningi helgarnar 19. til 20. og 26. til 27. júní frá 14 – 17. Aðgangur er ókeypis.

Einkasafnið er verkefni Myndlistamannsinns Aðalsteins Þórssonar og stendur við syðri enda þjóðvegs 822 Kristnesvegar uþb. 10 km sunnan Akureyrar.

VG

UMMÆLI