Jordan Damachoua semur við Þórsara

Jordan Damachoua semur við Þórsara

Þórsarar eru byrjaðir að styrkja sig fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar, í dag samdi liðið við varnarmanninn Jordan Damachoua. Jordan sem er frá Mið-Afríkulýðveldinu kom fyrst hingað til lands 2018 og samdi við KF. Hann spilaði þar tvö tímabil og samdi svo við Kórdrengi. Hjá Kórdrengjum spilaði hann 15 leiki og skoraði 4 mörk þegar hann hjálpaði liðinu að komast upp úr 2. deild 2020.

Jordan er nú að klára tímabil í Frakklandi með Châteauneuf-sur-Loire sem er í fimmtu efstu deild þar í landi og er væntanlegur til Þórsara í janúar á næsta ári.

Þórsarar ætla sér stóra hluti í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið samdi við þjálfarann Þorlák Árnason í síðasta mánuði til þriggja ára.

VG

UMMÆLI

Sambíó