Framsókn

Jóna og Nökkvi íþróttafólk KA árið 2022mynd: Þórir Tryggva

Jóna og Nökkvi íþróttafólk KA árið 2022

KA fagnaði 95 ára afmæli sínu við veglega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í gær. KA fólk fjölmennti á afmælisfögnuðinn en tæplega 300 manns mættu og þurfti því að opna salinn í Hofi upp á gátt til að bregðast við fjöldanum.

Jóna Margrét Arnarsdóttir og Nökkvi Þeyr Þórisson voru valin íþróttafólk KA árið 2022 en nánari umfjöllun um kvöldið má nálgast á vef KA með því að smella hér.

Íþróttakona KA 2022 – Jóna Margrét Arnarsdóttir

Jóna Margrét er þrátt fyrir ungan aldur aðal uppspilari meistaraflokks kvenna hjá KA og á síðasta tímabili varð hún Deildar-, Bikar og Íslandsmeistari með liðinu. Jóna tók við fyrirliða hlutverki liðsins seinnihluta tímabilsins og í lok tímabilsins var Jóna valin besti uppspilari úrvalsdeildar BLÍ ásamt því að vera með næst flest stig úr uppgjöf.

Í sumar var Jóna valin í A landsliðið þegar það tók þátt í undankeppni Evrópumóts, auk þess var hún valin í U21 árs landsliðið þegar það tók þátt í Evrópukeppni smáþjóða og undankeppni smáþjóða í maí. Í Evrópukeppni smáþjóða lenti liðið í 2. sæti. Einnig var hún valin í U19 ára landsliðið þegar það tók þátt á Norðurevrópumóti nú í haust og spilaði hún þar sem aðal uppspilari liðsins. Í lok móts var hún valin mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins.

Íþróttakarl KA 2022 – Nökkvi Þeyr Þórisson

Nökkvi Þeyr sló heldur betur í gegn á árinu 2022 en hann blómstraði í KA-liðinu í sumar, skoraði hvorki meira né minna en 17 mörk í 20 leikjum í deildinni og hélt sama hætti í bikarævintýri liðsins einnig. Hann endaði sem markahæsti leikmaður ársins þrátt fyrir að missa af síðustu 7 leikjum tímabilsins eftir að draumur hans um atvinnumensku rættist er hann gékk til liðs við KV Beerschot í Belgíu í byrjun september.

Nökkvi lagði gríðarlega mikla aukavinnu á sig á keppnistímabilinu sem skilað sér vel inn á vellinum og í lok tímabilsins var hann valinn í lið ársins hjá öllum fjölmiðlum sem deildinni sjálfri. Nökkvi var markahæsti leikmaðurinn, besti sóknarmaðurinn og að endingu var hann líka valinn besti leikmaður deildarinnar bæði af sérfræðingum sem og leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Nökkvi hefur síðan haldið áfram að blómstra á haustmánuðum í Belgiu þar sem hann spilar alla leiki og hefur haldið áfram að standa sig frábærlega. Sannarlega frábært ár hjá þessum öfluga leikmanni.

VG

UMMÆLI