NTC

Jóna Hlíf opnar Vetrarlogn í Hofi

Jóna Hlíf opnar Vetrarlogn í Hofi

Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna Vetrarlogn í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 4. desember 2021 klukkan 14:00 og stendur sýningin til 9. janúar 2022.

Á opnunardaginn kemur út bókin Brim Hvít Sýn sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar, innsetningar og textaverk, sem hún hefur skapað undanfarna tvo áratugi. Auður Aðalsteinsdóttir, doktor í bókmenntafræði, er ritstjóri bókarinnar og Júlía Runólfsdóttir, sá um hönnun og útlit. Ástríki útgáfa gefur bókina út.

Jóna Hlíf (f.1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Jóna Hlíf hefur haldið einkasýningar á viðurkenndum sýningarstöðum, m.a. í Listasafni Reykjavíkur og í Listasafninu á Akureyri. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og eru verk hennar í eigu opinberra safna.

Textaverk, tilraunir með efni og innsetningar eru kjarninn í myndrænni tjáningu verka Jónu Hlífar. Texti sem áferð: sem leið til að birta hugsanir, við að setja fram og skapa samfélag, eða sem grundvöllur hugmynda. Í verkunum hefur Jóna Hlíf m.a. fengist við fyrirbærin kjarna, tíma og ímynd sögunnar. Nánari upplýsingar um verk Jónu Hlífar er að finna á heimasíðu jonahlif.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó