Jón Þór Kristjánsson, forstöðumaður þjónustu og þróunar hjá Akureyrarbæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þessu greinir hann frá á Facebook í dag.
„Það hefur blundað í mér í þónokkurn tíma að stíga skrefið og taka beinan þátt í stjórnmálum. Fyrst og fremst langar mig að gera gagn og láta gott af mér leiða í þágu okkar frábæra samfélags. Framundan eru spennandi tímar og ég hlakka til að taka þátt í baráttunni,“ skrifar Jón Þór.
Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi, Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, hafa allar lýst yfir áhuga á að taka annað sætið á lista flokksins.
Jens Garðar Helgason og Njáll Trausti Friðbertsson hafa báðir gefið kost á sér í fyrsta sætið.
UMMÆLI