NTC

Jón Jónsson treður upp á Tónkvíslinni 2017

Jón Jónsson treður upp á Tónkvíslinni 2017

Tónkvíslin, söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum, verður haldin með prompi og prakt um næstu helgi. Eins og venjan er þá er keppnin haldin í íþróttahúsinu á Laugum, en keppnin í ár er sú 12. í röðinni.

Í ár eru 21 atriði skráð til keppni, 10 úr Framhaldsskólanum á Laugum, 7 úr Borgarhólsskóla á Húsavík, 2 úr Þingeyjarskóla, 1 úr Framhaldsskólanum á Húsavík og 1 úr Hrafnagilsskóla. Í ár var Framhaldsskólanum á Húsavík boðið að taka þátt í fyrsta sinn.

Keppnin í ár er í stærri kantinum, en hún verður sýnd í beinni útsendingu á N4. Margir af bestu tæknimönnum landsins koma að keppninni og má búast við heljarinnar skemmtun á Laugum um næstu helgi.

Síðustu ár hefur landsfrægur gestur komið og skemmt fólkinu. Í fyrra stóð Eyþór Ingi Gunnlaugsson sig með mikilli prýði, en í ár verður það Jón Jónsson sem mun vera með skemmtiatriði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó