NTC

Jón Hjaltason gefur út bók um stórbruna í sögu Akureyrar

Jón Hjaltason og Ólafur Stefánsson. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Jón Hjaltason og Ólafur Stefánsson. Mynd: Skapti Hallgrímsson.

Á miðvikudag var var efnt til samkomu í Slökkvistöðinni á Akureyri þar sem Jón Hjaltason sagnfræðingur afhenti Ólafi Stefánssyni slökkvistjóra fyrsta eintakið af nýrri bók sinni um stórbruna í sögu bæjarins.

Í bókinni er rakin brunasaga Akureyrar frá upphafi til stóra verksmiðjubrunans á Gleráreyrum í janúar 1969. Sagan er sögð í máli en ekki síður ljósmyndum sem eru á fjórða hundrað og hafa margar aldrei komið fyrir almenningssjónir. Þannig er brugðið upp ljóslifandi myndum, ekki aðeins af eldsvoðum á Akureyri heldur einnig af mannlífi, sögu einstakra húsa og þróun byggðar.

Sambíó

UMMÆLI