Á dögunum fór leikhópur And Björk of course.. í ferð út í Hrísey. Jón Gnarr, sem fer með hlutverk í sýningunni virtist hrifinn eyjunni og segist ætla í fleiri heimsóknir þangað.
„Fór í dásamlega ferð útí Hrísey með leikhópnum í And Björk of course … en leikstjórinn okkar Gréta Kristín er einmitt fædd og uppalin þar. Fórum í búðina, í sund, skoðuðum hákarlasafnið og enduðum í gómsætum fish and chips á Verbúðin 66. Þetta var í fyrsta en ekki síðasta skipti sem ég heimsæki þessa merkilegu eyju. Margt mjög spennandi að gerast þarna!“ skrifaði hann við myndaröð úr ferðinni á Instagram.
Jón Gnarr hefur notið lífsins á Akureyri en eins og kom fram á Kaffinu um daginn hefur hann gengið yfir 250 kílómetra síðan hann kom hingað í janúar. Hann verður gestur í þáttunum Stefnumót með Hörpu sem verða frumsýndir á KaffiðTV í mars en þar skellir Harpa Lind Hjálmarsdóttir, þáttastjórnandi, sér í göngutúr með Jóni.
And Björk, of course.. verður frumsýnt í Samkomuhúsinu 23. febrúar. Miðasala á mak.is
UMMÆLI