NTC

Jón Gnarr mælir með Hrísey: „Margt mjög spennandi að gerast þarna!“

Jón Gnarr mælir með Hrísey: „Margt mjög spennandi að gerast þarna!“

Á dög­un­um fór leikhópur And Björk of course.. í ferð út í Hrísey. Jón Gn­arr, sem fer með hlutverk í sýningunni virtist hrifinn eyjunni og segist ætla í fleiri heimsóknir þangað.

„Fór í dá­sam­lega ferð útí Hrís­ey með leik­hópn­um í And Björk of cour­se … en leik­stjór­inn okk­ar Gréta Krist­ín er ein­mitt fædd og upp­al­in þar. Fór­um í búðina, í sund, skoðuðum há­karla­safnið og enduðum í góm­sæt­um fish and chips á Ver­búðin 66. Þetta var í fyrsta en ekki síðasta skipti sem ég heim­sæki þessa merki­legu eyju. Margt mjög spenn­andi að ger­ast þarna!“ skrifaði hann við myndaröð úr ferðinni á Instagram.

Jón Gnarr hefur notið lífsins á Akureyri en eins og kom fram á Kaffinu um daginn hefur hann gengið yfir 250 kílómetra síðan hann kom hingað í janúar. Hann verður gestur í þáttunum Stefnumót með Hörpu sem verða frumsýndir á KaffiðTV í mars en þar skellir Harpa Lind Hjálmarsdóttir, þáttastjórnandi, sér í göngutúr með Jóni.

And Björk, of course.. verður frumsýnt í Samkomuhúsinu 23. febrúar. Miðasala á mak.is 

 

VG

UMMÆLI