NTC

Jón Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri HlöllabátaJón Friðrik Þorgrímsson. Mynd: Mbl.is

Jón Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri Hlöllabáta

Jón Friðrik Þorgríms­son hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri Hl­ölla­báta ehf. Hl­ölla­bát­ar reka sam­nefnda keðju ásamt veit­ingastaðnum Bari­on í Mos­fells­bæ. Tek­ur hann við stöðunni af Sig­mari Vil­hjálms­syni.

Jón Friðrik er upp­al­inn á Húsa­vík en hef­ur búið og starfað bæði á Ak­ur­eyri og Reykja­vík síðustu ár. Hann er menntaður mat­reiðslu­meist­ari og hef­ur und­an­far­in ár starfað sem stjórn­andi í veit­ingaiðnaði.

Jón Friðrik var veit­inga­stjóri hjá Kea hót­el­um frá ár­inu 2013 til árs­ins 2020 eða þar til hann var ráðinn til Hl­ölla­báta, þar sem hann hef­ur síðustu mánuði gegnt starfi fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­sviðs.

Sambíó

UMMÆLI