NTC

Jón Ágúst með tilþrif umferðarinnar? Myndband

Jón Ágúst Eyjólfsson.

Jón Ágúst Eyjólfsson, leikmaður Þórs í körfubolta, er einn fjögurra sem er tilnefndur fyrir tilþrif umferðarinnar í 17.umferð Dominos-deildarinnar.

Þórsarar tóku Íslands- og bikarmeistara KR í kennslustund í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi.

Sjá einnig: Þórsarar gengu frá Íslands- og bikarmeisturunum

Jón Ágúst spilaði aðeins síðustu 59 sekúndur leiksins en það var nægur tími til að hlaða í þessi mögnuðu tilþrif sem má sjá í myndbandi hér að neðan en þar fer Jón illa með einn efnilegasta körfuboltamann landsins, Þóri Guðmund Þorbjarnarson.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó