Framsókn

Jólatré frá Danmörku „barn síns tíma“

Jólatré frá Danmörku „barn síns tíma“

Akureyringurinn Aðalheiður Ingadóttir greindi frá því á Facebook síðu sinni á dögunum að Akureyrarbær hefði ekki áhuga á því að fá stórt grenitré, sem hún þarf að fella í garðinum sínum,sem gjöf til að hafa á Ráðhústorgi sem jólatré í ár.

Jólatréð sem sett verður upp á Ráðhústorgi kemur frá Randers í Danmörku eins og undanfarin ár en Aðaheiður spyr hvort sú hefð sé ekki barn síns tíma í kjölfar allrar umræðu um umhverfismál.

„Hringdi í Akureyrarbæ og vildi gefa þeim jólatré niðrá torg. Þeir ætla að taka tré frá vinabæ okkar í Noregi. Sem verður siglt hingað.Halló halló er þetta ekki barn síns tíma.Verum umhverfisvæn og tökum jólatré úr Kjarnaskógi eða okkar nærumhverfi,“ skrifar Aðalheiður á Facebook.

Í samtali við RÚV segist Aðalheiður hafa orðið alveg bit yfir svörum Akureyrarbæjar. Hún hefði sagt Akureyrarbæ að enn væru tveir mánuðir til stefnu og það væri hægt að afpanta tréð frá Randers. Málið snúist ekki um tréð hennar heldur einungis þá staðreynd að það sé galið að sigla með tré frá Danmörku til Íslands þegar það er blússandi uppgangur í skógrækt og Kjarnaskógur rétt fyrir utan bæinn.

Guðríður Erla Friðriksdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og mannvirkjasviðs hjá Akureyrarbæ segir í samtali við RÚV að það geti vel verið að þetta sé úr takti við þá ríku áherslu sem bærinn leggi á umverfismálþ Þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða. Hún segir ábendinguna góða og það megi skoða hvort eigi að gera þetta með einhverjum öðrum hætti.

VG

UMMÆLI

Sambíó