Hinir stórskemmtilegu jólatónleikar Norðurljósin verða nú haldnir í sjöunda sinn í menningarhúsinu Hofi. Tónleikarnir eru þekktir fyrir að vera í senn léttir og hæfilega hátíðlegir. Einvala lið tónlistarmanna að norðan koma fram ásamt þjóðþekktum gestasöngvurum og sönghópnum Rok til að flytja flytja nokkur af ástsælustu jólalögum þjóðarinnar.
Söngvarar Norðuljósanna í ár eru þau Ragnhildur Gísladóttir, Mugison, Magni Ásgeirsson, Bríet, Óskar Pétursson og Pálmi Gunnarsson.
Hljómsveit Norðurljósanna skipa Haukur Pálmason trommur, Arnar Tryggvason hljómborð, Sumarliði Helgason bassi, Kristján Edelstein gítar, Valgarður Óli Ómarsson slagverk og Valmar Valjaots píanó og fiðlu.
„Þetta er sjöunda árið sem við gerum þetta og þetta er alltaf jafn gaman. Gestirnir í Hofi eru alltaf skemmtilegir og þetta verður stuð,“ segir Magni Ásgeirsson við Kaffið.is.
UMMÆLI