Gæludýr.is

Jólastemming í Eyjafjarðarsveit á sunnudaginn

Jólastemming í Eyjafjarðarsveit á sunnudaginn

Sunnudaginn 3. desember næstkomandi stendur Ferðamálafélag Eyjafjarðasveitar fyrir viðburðinum „Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit“ á milli klukkan 13:00 og 17:00. Tilvalið er að keyra aðventuna í gang með því að njóta jólastemmingu í sveitinni.

Á meðan viðburðurinn stendur yfir eru ýmis uppákomur í boði víða í Eyjafjarðarsveit. Í tilkynningu í Dagskránni segir: „ætlum við að opna upp á gátt og bjóða gestum og gangandi í aðventustemmingu í sveitinni. Upplagt að krækja sér í umhverfisvænar jólagjafir eins og gjafabréf á upplifanir, eitthvað ætilegt beint frá býli eða handunnar gæðavörur.“

Meðal þess sem stendur til boða eru jólamarkaðir í Kristnesi og Laugarborgum, tónleikar í Saurbæjarkirkju, gönguferð með jógastoppi og margt fleira. Allar upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast á heimasíðu Eyjafjarðasveitar eða með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI