Jólasöfnun Matargjafa í fullum gangi

Jólasöfnun Matargjafa í fullum gangi

Nú er jólasöfnun Matargjafa á Akureyri í fullum gangi og hægt að skrá sig á jólalista Matargjafa í gegnum tölvupóstinn matargjafir@gmail.com eða senda Sigrúnu Steinarsdóttur í gegnum Facebook.

Þar er einnig hægt að koma ábendingum til skila ef fólk veit um einstaklinga eða fjölskyldur sem gætu þurft á aðstoð að halda yfir hátíðarnar.

Matargjafir á Akureyri og nágrenni, hafa í níu ár starfað með það að leiðarljósi að veita nauðsynjaaðstoð til fjölskyldna sem lifa við knappar aðstæður.

„Með því að greiða götu þeirra að leita hjálpar, höfum við stutt samfélagið okkar og veitt von þegar þörfin er mest. Nú þegar við stöndum frammi fyrir vaxandi beiðnum – hátt upp í 250 á mánuði, sem
skýrist af erfiðleikum efnahagsástandsins – höfum við brýna þörf fyrir að styrkja þennan málstað enn frekar,“ segir í tilkynningu.

Á síðasta ári veittu Matargjafir hjálp til 128 fjölskyldna ásamt því að tengja saman einstaklinga sem annar hefðu verið einir yfir hátíðarnar.

Hægt er að styrkja Matargjafir með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Kt: 670117-0300 | Rkn: 118705250899

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó