Kaffið tók saman nokkrar jólagjafahugmyndir fyrir dömurnar. Greinin er ekki að neinu leyti kostuð.
Dr. Martens Chelsea boots – Fullkomnir skór fyrir íslenskan vetur, töff og vandaðir leðurskór sem endast ótrúlega vel. Bæði til loðfóðraðir og án fóðurs. Fást m.a. í GS skór.
Hypnose maskari frá Lacomé – Vandaður og góður maskari sem er í uppáhaldi hjá mörgum konum. Fyrir jólin kemur hann svo yfirleitt í gjafapakka með augnhreinsi og eyeliner í kaupbæti sem er ekki verra.
Fila/Reebok/Champion föt – Íþrótta/Joggingtískan er búin að vera áberandi síðustu misseri en það virðist vera sem risarnir Nike og Adidas séu að víkja fyrir merkjum eins og Fila, Reebok og Champion. Þessi merki eru að vinna með skemmtilegan retro stíl og tilvalin í jólapakkann.
Falleg sængurver – Mjúk og falleg sænguver sem passa við allt eru fullkomin jólagjöf. Til dæmis alveg grá eða alveg hvít. Það elska allir yfir tvítugu að fá góð sængurver í jólagjöf, ég ætla leyfa mér að fullyrða það. Mikið úrval t.d. í Rúmfatalagernum og IKEA.
66°n Þórsmörk úlpa – Þessi er frekar dýr en það er ástæða fyrir því að þær rjúka út fyrir hver einustu jól hjá 66. Hin fullkomna jólagjöf. Þetta er sennilega mest notaða flíkin á mörgum heimilum og ég hef ekki allavega ekki enn upplifað þær aðstæður þar sem mér hefur orðið kalt í henni. Í ár er special edition í boði, þar sem gerviloð er á hettu í stað alvöru loðfelds mörgum dýravinum til mikillar gleði.
Andlit förðunarbók – Flott bók fyrir allar konur sem hafa gaman af því að farða sig og vilja læra meira í þeim efnum. Bókin er ekki bara vönduð heldur líka falleg og hentar jafnvel sem stofustáss þegar hún er ekki í notkun. Fæst í flestum bókabúðum.
Falleg náttföt – Falleg silkináttföt sem eru ekki bara þægileg heldur líka falleg eru tilvalin í jólapakkann. Bæði kjólar, sett og kimono/sloppar. Ég sá flott úrval í Lindex og fæst þessi t.d. þar í nokkrum litum og hægt að kaupa stuttbuxur við.
Arne Jacobsen stafabolli – Þessi fallega hönnun blasir við í flestum hönnunartímaritum og er orðin frekar klassísk. Það er líka eitthvað persónulegt að fá bolla með stafnum sínum á. Fást m.a. í Hrím.
Face Form palletta frá Sleek – Þessi palletta þykir mér frábær og ég er nokkuð viss um að hún henti flestum konum. Með highlighter, skyggingu og kinnalit og á mjög góðu verði. Fæst á Haustfjord.is.
Fallegt úr – Fallegt og klassískt úr er auðvitað alltaf frábær jólagjöf. Þessi nýja útgáfa af úrunum frá Daniel Wellington er einstaklega falleg.
UMMÆLI