Mikil spenna er fyrir jólabjórnum á hverju ári og fyrirspurnir um úrvalið verður meira og meira hverju sinni. Það er því orðin örugg vísbending að jólin séu handan við hornið þegar sala á jólabjórnum hefst í búðum og á börum. Íslensk brugghús eru farin að setja mun fleiri en bara einn jólabjór á markað ásamt því að erlendir hátíðarbjórar eru fluttir inn í töluverðu magni og fjölbreyttu úrvali. Mikil stemming hefur skapast hjá neytendum fyrir komu jólabjórsins ár hvert og fara margir í ítarlega smökkun á hverjum bjór fyrir sig til að ákvarða hvað sé best á markaðnum, en fyrir þessi jól eru á fjórða tug jólabjóra á boðstólum hér á landi og því nóg til að velja úr. Við hjá kaffinu tókum saman 10 bjóra sem hafa verið vinsælir og áhugaverðir og mælum við með að smakka þá.
Askasleikir nr. 45 – BJÓR-ÖL: Rafbrúnn. Ósætur, þéttur, beiskur. Ávaxtaríkir humlar, barr.
Einstök Doppelbock – BJÓR-DÖKKUR LAGER: Dökkbrúnn. Sætuvottur, þéttur, beiskur. Ristað malt, karamella, kaffi.
Jóla Kaldi Súkkulaði Porter – BJÓR– STOUT OG PORTER: Dökkbrúnn. Ósætur, mjúkur, lítil beiskja. Ristað malt, kaffi, reykur, súkkulaði.
Hurðaskellir nr. 54 – BJÓR– STOUT OG PORTER: Svarbrúnn. Hálfsætur, mjúkur, hverfandi beiskja. Ristað malt, súkkulaði, vanilla, kókos.
Segull 67 Jóla Bjór – BJÓR– ÖL: Brúnn. Ósætur, meðalfylltur, lítil beiskja. Ristað korn, malt, þurrkaðir ávextir.
Ölvisholt heims um Bjór hátíðaröl – BJÓR– ÖL: Brúnn. Sætuvottur, meðalfylling, meðalbeiskja. Malt, humlar, lyng.
Víking Jólabjór – BJÓR– DÖKKUR LAGER: Rafgullinn. Ósætur, meðalfylltur, meðalbeiskur. Malt, kandís, humlar.
Föroya Jóla Bryggj – BJÓR– DÖKKUR LAGER: Ljósrafgullinn. Sætuvottur, meðalfylltur, lítil beiskja. Malt, karamella,þurrkaðir ávextir
Bjólfur Grenibjór – BJÓR– ÖL: Ljósrafgullinn. Ósætur, mjúkur, lítil beiskja. Ristað malt, karamella, trjákvoða.
Steðji special almáttugur jólaöl – BJÓR– ÖL:Brúnn. Smásætur, mjúkur, lítil beiskja. Ristað malt, karamella, lakkrís, sveit.
Þetta eru aðeins 10 af þeim fjölmörgu sem eru í boði svo augljóslega nóg til að smakka, þá er bara að byrja!
UMMÆLI