Bertel Thorvaldsen, Jóhanna fagra og forláta listaverk. Álitamál, hliðarsögur og eitt og annað í þessari 19. aldar-sögu sem lifir góðu lífi í marmara í Akureyrarkirkju þó sagan sé mörgum gleymd og grafin.
Arnar Birgir og Brynjar Karl eru sögunördar. Að eigin sögn. Í þættinum Sagnalist með Adda og Binna fara þeir um víðan völl í spjalli sínu um sögu og menningu. Sagðar verða sögur, gátur ráðnar og steinum velt við yfir kaffibolla í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Fólk og atburðir, bækur og listaverk, sorg og gleði. Allt er undir og ekkert er félögunum óviðkomandi þegar kemur að gersemum fortíðar.
UMMÆLI