NTC

Jóhann Már skoraði í fræknum sigri Íslands

Jóhann Már skoraði annað mark Íslands

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí fer vel af stað í A-riðli 2.deildar heimsmeistaramótsins sem hófst í Rúmeníu í dag en meðal leikmanna liðsins eru fjórir leikmenn úr Skautafélagi Akureyrar.

Ísland mætti Spánverjum í fyrstu umferð og unnu frækinn 3-2 sigur í hörkuleik. Jóhann Már Leifsson kom Íslandi í 2-1 snemma leiks. Spánverjar jöfnuðu svo metin undir lok annars leikhluta en Róbert Freyr Pálsson var fljótur að koma Íslandi aftur í forystu.

Annar Akureyringur, Andri Már Mikaelsson, fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn skömmu fyrir leikslok þegar hann fékk víti. Honum tókst ekki að nýta það en það kom ekki að sök.

Spánn 2-3 Ísland

0-1 Pétur Mack (´1)
1-1 Oriol Boronat (´5)
1-2 Jóhann Már Leifsson (´8)
2-2 Gaston Gonzalez (´38)
2-3 Róbert Freyr Pálsson (´39)

Upplýsingar um gang mála eru sóttar af vef Morgunblaðsins sem fjallar ítarlega um mótið.

Næsti leikur Íslands er strax á morgun þar sem andstæðingurinn er Ástralía.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó