Gæludýr.is

Jóhann Kristinn hættur með Þór/KA

Jóhann Kristinn Gunnarsson mun ekki halda áfram að þjálfa lið Þórs/KA í Pepsi deild kvenna. Þetta tilkynnti hann leikmönnum og aðstandendum liðsins nú rétt í þessu.

Tímabilinu lauk í dag þegar Þór/KA gerði 3-3 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum og lýkur liðið þar með keppni í 4.sæti, annað árið í röð.

maxresdefault

Jóhann Kristinn kveður Þór/KA eftir fimm ára veru. Mynd: ÞórTV

Jóhann Kristinn hefur stýrt liðinu síðustu fimm ár og náð góðum árangri.

Á fyrsta ári sínu hjá Þór/KA gerði Jóhann liðið að Íslandsmeisturum á eftirminnilegan hátt og er það eini stóri titill félagsins í sögu þess.

Jóhann var nálægt því að vinna bikarmeistaratitil með liðinu ári síðar en þá fór Þór/KA alla leið í úrslit þar sem það beið lægri hlut fyrir Breiðablik.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó