Helreið Selmu Lagerlöf og ökusveinn Victor Sjöström voru umfjöllunarefni tveggja síðustu þátta af Sagnalist með Adda & Binna. Sagan heldur áfram og teygir nú anga sína m.a. til Íslands og Lapplands. Að þessu sinni segir frá leikritaskáldi sem dreymir um heimsfrægð og hvernig draumur skáldsins raungerist með aðstoð útilegufólks á Íslandi. Persónur og leikendur, sorgir og sigrar í þriðja þætti í seríunni um þríeykið Selmu, Victor og Jóhann – Jóhann, Halla og Fjalla-Eyvindur.
Þátturinn er tekinn upp í Stúdíó Sagnalist í Kristnesi. Arnar og Brynjar spjalla um gengnar kynslóðir og gleymda atburði yfir kaffibolla. Sannar og lognar sögur af aðli og almúga í hlaðvarpi Sagnalistar – Sagnalist með Adda & Binna.
UMMÆLI