Framsókn

Jimmy Carr með uppistand í Hofi í janúar

Jimmy Carr með uppistand í Hofi í janúar

Breski grínistinn Jimmy Carr er orðinn að lifandi goðsögn og túrar heiminn stanslaust. Hann kemur nú til Íslands með sýninguna „The Ultimate, Gold, Greatest Hits World Tour“ og flytur hana 26. janúar í Hofi á Akureyri. Um er að ræða blöndu af öllum bestu bröndurunum frá ferlinum og nýju efni.

Þrjú ár eru síðan Jimmy Carr kom síðast fram á Akureyri en óhætt er að segja að hann hafi fallið fyrir höfuðstað norðurlands og fólkinu sem þar býr, enda bað hann sérstaklega um að fá að koma aftur fram á Akureyri í þessari Íslandsheimsókn.

Jimmy er þekktur fyrir svartan húmor og einstakan hlátur. „Ég hef aldrei beðist afsökunar á bröndurunum mínum. Ég hef kannski sagt: mér þykir leitt að ég hafi móðgað einhvern, en þetta var brandari! Það besta sem ég veit er að heyra fólk hlæja um leið og þau taka andköf þegar þau fatta að þau ættu ekki að vera að hlæja að þessu“ segir Jimmy.

Sýningin í Hofi fer fram laugardaginn 26. janúar en nánar um viðburðinn og miðasölu má nálgast inn á www.tix.is

VG

UMMÆLI

Sambíó