Jhuwan Yeh sýnir verk sín í Deiglunni

Verið velkomin á opnun Between Simplicity and Reduction, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Jhuwan Yeh í Deiglunni föstudaginn 26 janúar kl. 17 – 20. Einnig opið laugardag og sunnudag kl. 14 – 17. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.

Sýningin er hluti af langtímaseríunni Fjallamálverk (e. „Mountain Painting Series„) og sýnir nýleg verk. Sýningarnar ferðast en hvert verk í hverri seríu skrásetur hverja einstöku upplifun af hverju landssvæði.

Jhuwan Yeh segir um dvöl sína:

Á meðan dvölinni stóð var ég stanslaust að. Ef ég var ekki að skrifa eða skrásetja hugsanir mínar var ég að teikna Akureyri eins og ég hef séð hana; Akureyri í hvítum vetrarbúning eða gráa í hlýindum. Með því að lesa dagblöðin, í gegnum myndir og liti reyndi ég að afkóða skilaboðin og kunna að meta íslenska fagurfræði. Þannig verða fjöll, myndir og sjónræn tungumál tækin mín til að hafa samskipti við náttúruna. Samræður og könnunarmálverk verða eins og samskiptin á milli „erlendrar menningar“ og „staðbundnar menningar“:

„Erlend menning“: Ég – Jhuwan Yeh, listamaður frá Taiwan.
„Staðbundin menning“: Svæðisbundið og náttúrulegt far Akureyrar.

Flest verka minna eru unnin út frá ákveðnum stað. Fyrst umlyk ég sjálfa mig náttúrunni til þess að finna andrúmsloft svæðisins og tenginguna við landið sem ég síðan reyni að bregðast við í verkunum. Ég vinn sjaldan með fólk því ég elska einfaldleika og ró náttúrunnar. Á meðan ég skoða náttúruna finn ég hvernig allir einstaklingar tengjast og reiða á hvort annað. Og enn gerum við það ekki þegar mannfólkið og mannvirkin valda skaða og óreglu á land og náttúru. Þessir óöruggu þættir sem móta samskeytin á milli mannabústaða og náttúrunnar. Sambandið þarna á milli byggir upp einkenni Akureyrar. Þegar ég reyni að horfa framhjá mannvirkjunum get ég ekki annað en íhugað hvar fjarlægðin á milli náttúrunnar og okkar er? Er það í huganum? Er fjarlægðin birtingarmynd ótta og yfirbugunar? Þannig vel ég að finna náttúruna og kjarna landsins innan fjarlægðarinnar.

Ég nota nota náttúrulegan efnivið við gerð landslagsverka minna, bómullarpappír, lím, lín og bómullarefni, blek og duft úr skeljum og steinum. Mín leið til þess að sína jörðinni virðingu er að nota umhverfisvænan efnivið.

Að mínu mati er listamaður aðeins boðberi. Verk mín og framsetning þeirra eru aðeins notuð til að segja þeirra sögu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó