NTC

Jessica Tawczynski sýnir í Deiglunni

Jessica Tawczynski sýnir í Deiglunni

Lost at Sea er myndlistarsýning á verkum Jessica Tawczynski, núverandi gestalistamanns Listasafnsins á Akureyri, sem miðar að því að sýna dýrðlegan kvenlegan kraft Móður Náttúru.

Opnunarhóf sýningarinnar er laugardaginn 4. september milli kl. 17 – 20 og eru allir velkomnir. Sýningin verður opin 4. september milli kl. 12 – 20 og 5. september milli kl. 12 – 18.

Jessica Tawczynski býr og starfar nú í Brooklyn, New York, í Bandaríkjunum. Hún hlaut MFA í 2D Fine Art frá Massachusetts College of Art and Design og BFA frá UMass Lowell. Verk Tawczynski hafa verið sýnd víðsvegar, meðal annars á í Bandaríkjunum, Ísrael og Íslandi.

Verk Tawczynski eru einnig til sýnis á Listasafni Akureyrar og ber sýningin yfirskriftina Recent Acquisitions. Verkin eru til sýnis fram til nóvember 2021.

Nánar má lesa um sýninguna Lost at Sea á vefsíðu Listagilsins með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI