Jeff Who mæta á Græna Hattinn

Jeff Who mæta á Græna Hattinn

Hljómsveitin Jeff Who ætti að vera öllum kunn en þeir gerðu garðinn frægan fyrr á þessari öld. Sveitin var talin eitt allra hressasta rokkband landsins og þeirra vinsælasta lag Barfly naut gríðarlegra vinsælda og gerir enn.

Eftir nokkuð langann dvala hafa drengirnir ákveðið að rifja upp góða tíma og ætla að blása til tvenna tónleika í haust. Þeir munu koma fram í Bæjarbíói Hafnarfirði og á Græna Hattinum Akureyri.

Þeir eiga dygga aðdáendur sem hafa beðið lengi eftir að berja sveitina aftur augum og fá þeir nú ósk sína uppfyllta. Meðlimir Jeff Who eru gríðarlegar spenntir að spila saman á ný og lofa mikilli og góðri stemningu.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru

Þormóður Dagsson – Trommur
Ásgeir Valur Flosason – gitar
Elís Pétursson – Bassi og bakraddir
Valdimar Kristjónsson – Hljómborð,píanó, synthar og bakraddir.
Bjarni Hall – söngur og gitar

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó