Skjálftahrina hófst klukkan 7:49 í morgun með skjálfta af stærðinni 4,1 um 12,5 kílómetrum norðnorðaustur af Grímsey.
Stærsti skjálftinn, 4,1 að stærð, fannst í Grímsey og Eyjafirði.
Annar skjálfti af stærðinni 3,3 mældist klukkan 8:11.
Á þriðja tug skjálfta hafa þegar mælst í þessari hrinu. Skjálftahrinur eru algengar á þessu svæði, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
UMMÆLI